Konur eiga að hafa val!

Svar við pistli Jakobs Inga Jakobsson Fóstureyðingar, femínismi og mæðrahyggja!

Sæll Jakob Ingi

Ég hef ákveðið að setjast niður og svara pistli þínum sem birtist á Vísir.is fimmtudaginn 17. Desember. Að öllum líkindum er ég ekki sú eina sem svara þér, og vona jafnramt að við séum fleiri sem svörum þér.

Það getur vel verið að fóstureyðingar séu feminískar og það er að mínu mati ekki neikvætt enda er þetta fullkomlega réttur konunnar. Hvers vegna? Því skal ég svara, bæði út frá eigin reynslu sem kona og líka út frá staðreyndum.

Fyrst vil ég nefna að fóstur er fóstur, en ekki barn. Samkvæmt lögum um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir nr. 25/1975 þá er fóstureyðing læknisaðgerð og fóstureyðing er aðeins leyfð áður en fóstur verður lífvænlegt. Í sömu lögum er mælst til þess að fóstureyðingar séu gerðar fyrir 12. viku, flestar eru gerðar á þeim tíma. Leyfðar eru fóstureyðingar seinna á meðgöngu ef um mjög sérstök tilfelli er að ræða sem eru rökstudd af skýrum og greinilegum læknisfræðilegum ástæðum. Það er aldrei auðveld eða léttvæg ákvörðun kvenna að fara í fóstureyðingu. Þetta er tilfinningarússíbani og engin kona þyrfti að fara í gegnum þessa reynslu en þær eiga samt að hafa val til þess. Vegna þess að við búum í frjálslyndu lýðræðissamfélagi og eigum að fá val.

Fjöldi landa heimila fóstureyðingar á meðan enn eru lönd sem gefa konum ekki þetta frelsi. Helstu ástæðurnar fyrir því að fóstureyðingar eru leyfðar er meðal annars til þess að vernda líkamlega heilsu konunnar, til þess að vernda andlega heilsu konunnar, sökum fjárhagslegrar og/eða félagslegrar stöðu (United Nations, 2013). Í þeim löndum þar sem fóstureyðingar eru ekki leyfðar tíðkast þær samt sem áður (Guðbjörg Edda Hermansdóttir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir, 2003) í aðstæðum sem eru ekki viðunandi og jafnvel hættulegar. Og jafnvel enn minni líkur á að karlmaðurinn sé upplýstur þá. Þegar þú talar um ábyrgðina á kynlífinu, þar eru líka tvær hliðar á peningnum, karlmaðurinn ber líka ábyrgð á að gang úr skugga um að getnaðarvörnin sé að virka. Þú þarft ekki, eða annar karlmaður að lána líkama þinn í níu mánuði með öllu því sem þar fylgir.

Þá kemur þetta persónuega, það er ekki „bara“ að vera óléttur og eignast barn. Það tekur á líkamann að ganga með barn, í líkamanum verða miklar breytingar. Hormónarússíbaninn fer á fullt, margar konur upplifa vanlíðan á meðan á meðgöngunni stendur, bæði andlega og líkamlega. Það á ekki að neyða neina konu til þess að ganga í gegnum meðgöngu því það er ekki sjálfgefið að öllum konum finnist þetta frábært. Auðvitað ætti réttur karlmannsins að vera meiri, jafnrétti fer í báðar áttir. En væri ekki nær þá að skoða sterkari réttarstöðu karlmannsins þegar fóstrið er orðið að barni? Það er ekki karlmannsins að setja líkama konunnar í gislingu ef hún er ekki tilbúin til þess.

Ég hef gengið með þrjú börn, ég elska öll þessi þrjú börn mín. Meðgöngurnar hafa verið mjög erfiðar, andlega hliðin vinnur ekki vel með þessu hormónaflæði sem fer um líkamann. Í hvert skipti sem ég vissi að ég væri ólétt þá kveið mig fyrir næstu mánuðum. Ég átti ekki við líkamleg heilsufarsvandamál að stríða á meðgöngunum en andlega hliðin mín er greinilega ekki gert til þess að ganga með barn. Allar meðgöngurnar voru þaul ræddar, skipulagðar og undirbúnar. Hefði ég orðið ólétt án undirbúnings, án stuðnings eða án aðstoðar, þá er ég ekki viss hvort ég hefði getað farið í gegnum þær vitandi hvernig meðganga fer með mig. En ég get svo sem ekki svarað fyrir það núna.

Ég virði konur eins og Jóhönnu Ýr Jónsdóttir (http://www.visir.is/gaf-dottur-sina-til-aettleidingar--hafa-alltaf-att-gott-samband/article/2015705309971) sem gekk í gegnum meðgönguna og gaf barnið sitt til ættleiðingar, hún er greinilega sterk sál. Ég hugsa það sé ekkert auðveldara að fara í gegnum það ferli frekar en að fara í fóstureyðingu. En það var hennar val, hún fékk tækifæri til þess að setjast niður og taka upplýsta ákvörðun fyrir sig og í þessu tilfelli fyrir barnið. konur verða fá að hafa valið.

Ég hef fylgt vinkonum mínum í gegnum þetta ferli, engin af þeim gerði það af léttúð eða ánægju. Þær fóru allar á fund hjá félagsráðgjafa. Gáfu sér góðan tíma til þess að taka ákvörðunina vegna þess að ákvörðunin fylgir þeim alla ævi. Mér finnst þetta vera í höndum konunnar að upplýsa karlmanninn um aðstæðurnar eða ákvörðunina og mér finnst það sjálfsagt að hann fái að vera með en hann hefur ekki rétt á að neyða hana til að ganga með barn sem hún er ekki andlega, líkamlega eða félagslega tilbúin til.

Ég vil að konur hafi alltaf rétt á því að ráða yfir eigin líkama, hvort sem það eigi að vera einkamál eða ekki þá er það þeim í sjálf val sett að ákveða það. Eins og þú segir, það er ekki karlinn sem þarf að ganga í gegnum þessar 42 +/- vikur og öllu sem því fylgir.


Kúbverska ísland!

Ég ólst upp við þá hugmynd að Kúba, eyjan í Karíbahafinu væri birtingarmynd einræðis og valdaníð. Kúbu var stjórnað af einræðisherrum þar sem valdaníð og kúgun voru stjórntæki. Í dag er Kúba enn þá kommúnistaríki en skoðum þetta aðeins:

Á Kúbu er 

  • Ríkisrekið velferðarkerfi með fæðingarorlofi, eftirlaunum, slysatryggingu og fl. 
  • Heilbrigðisþjónusta er ÓKEYPIS fyrir sjúklinga.
  • Skólaskylda og öll menntun er ókeypis.
  • Aðgangur að læknum er góður
  • Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.
  • Túrismi er ein af aðaltekjulindum Kúbu og eru kúbverjar þekktir fyrir gestrisni sína.

Á Íslandi er

  • Ríkisrekið velferðarkerfi með fæðingarorlofi, eftirlaunum, slysatryggingu og fl....já það er satt en velferðarkerfið er fjársvelt og getur ekki greitt út mannsæmandi greiðslur til þeirra sem þurfa á því að halda til þess að geta lifað af á landinu.
  • Heilbrigðisþjónusta er EKKI ókeypis fyrir sjúklinga, hér þurfa langtíma sjúklingar, öryrkjar, aldraðir og allir þeir sem þurfa reglulega að nota heilbrigðisþjónustuna greiða himinháar upphæðir.
  • Hér er skólaskylda en menntun er EKKI ókeypis, á grunnskólastigi þurfa foreldrar sífellt að leggja út peningum fyrir hinu ýmsu gögnum svo börnin þeirra geti menntast, á framhaldsskólastigi eru bæði skóla/innritunargjöld ásamt himinháum bóka- og efniskostnaði. Háskólar eru heldur ekki ókeypis.
  • Aðgangur að læknum er EKKI góður.

Er Ísland að verða að nýrri tegund kommúnistaríkis, þar sem lýðræðið er í frontinum en í rauninni eru öfl sem hafa ekki nokkurn áhuga á því að byggja upp lýðræðislegt samfélag þar sem allir geti verið jafnir. Á landinu leggja stjórnvöld meiri áherslur á skammtíma virkjanir sem eyðileggja auðlindir okkar, greiða sjálfum sér himinháar fjárhæðir á meðan aðrar stéttir eiga "sætta" sig við það sem þeim er gefið svo verðbólgan fari ekki upp úr öllu valdi, laga ekki rotið bankakerfi, selja sér og vinum sínum eignir/vinnu ríkisins á smápeninga/himinháar fjárhæðir, halda húseigendum í gíslingum með fornaldar lánakerfi, moka krók vina sinna stórlaxanna við sjávarútveginn. Er ólartakið sem þessi ríkistjórn hefur á samfélagið krónan?.........

Er lausnin að taka upp samkeppnishæfan gjaldmiðil, getum við þá losnað undir oki þessara manna og loksins farið að byggja upp jafnt samfélag sem einkennist ekki af misbeytingu, valdakúgun og forrétindum einstakra hópa.

Íslendingar allir þurfa lesa þennan pistil, sjá hve lítill munur er á Íslandi og Kúbu í hnotskurn, velta fyrir sér hvort við eigum að halda áfram mörg ár í viðbót án þess að láta út úr okkur einsog eitt hvísl? Við eigum ekki að leyfa þessum "búllíum" að vaða yfir okkur ítrekað!! Vilt þú fá einhverju breytt þá þarft þú að gera eitthvað í því að koma á breytingum!


Van virkjun eins hluta af mannauð samfélagsins

Ég las um daginn auglýsingu frá Vinnumálastofnun þar sem hún óskaði eftir störfum fyrir flóttamenn. Segir meðal annars í auglýsingunni "Stór hópur einstaklinga með margskonar menntun og starfsreynslu hefur komið til landsins undanfarna mánuði sem flóttamenn og fleiri eru á leiðinni. Mikilvægt er að þetta fólk fái störf sem fyrst þar sem reynsla þeirra fær notið sín og skapar þeim tækifæri til að tengjast hinu nýja búsetulandi"

Á sama tíma og ég fagna þessari vitundarvakningu hjá ríkisstofnun þá velti ég fyrir mér tvennu.

  1. Hvers vegna var ekki farið út í þetta miklu fyrr? Það er langt síðan Ísland byrjaði að taka á móti flóttamönnum....
  2. Hvers vegna er þetta ekki í boði fyrir hælisleitendur, (ég veit svarið, vegna lagabálks í fornum lögum sem vonandi eru að fara lagast...) hvað þarf til þess að við áttum okkur á þeim auð sem fylgir fólkinu sem kemur hingað til landsins og förum að virða þau sem manneskjur.

Fyrir full frískan einstakling sem hefur lagt líf sitt í sölurnar þá er það mannréttindarbrot að mínu mati að honum sé svo haldið í "gíslingu" inn á einhverju herbergi í marga mánuði þar sem einstaklingurinn veslast upp. Við hljótum að vera öll sammála um að það sem heldur okkur gangandi eru verkefnin, rútínan og hlutverk okkar í samfélaginu. Ég hugsa með mér að það tæki mig ekki langann tíma að byggja með mér ýmsa geðröskun á því að hýrast í herbergi í marga mánuði. Ég rakst í þessu á blogg síðan 2008...2008!!! þar sem talað er um nákvæmlega sama hlutinn, aðgerðarleysið, atvinnuleysið og mannréttindabrotið sem hælisleitendur á þessu skeri verða fyrir! Getum við ekki gert eitthvað í þessu rétt á meðan beðið er eftir því að fornalda lögin okkar taki við sér?

Við vitum að margir hælisleitendur þurfa bíða í fleiri en eitt ár á meðan umsókn þeirra fer í gegnum kerfið, er endurskoðuð og slíkt. Ég held að enginn geri þetta ferli svo langt viljandi en þá væri vonandi hægt að auðvelda fólkinu biðina með því að bjóða þeim tækifærin. Svo vitum við það sjálf íslendingar, að eftir tveggja ára atvinnuleysi þá þurfi fólk oft að fara í endurhæfingu. Það gerist eitthvað eftir svo langann tíma frá atvinnumarkaðnum sem veldur því að einstaklingurinn getur ekki mætt fullfrískur til vinnu skyndilega.....getum við ekki spornað við slíkri þróun hjá hælisleitendum, hvort sem þeir verða í framtíðinni íslendingar eða ekki.


Kvenkyns hælisleitendur

Í sumar vann ég að rannsókn undir leiðsögn dr. Unni Dís Skaptadóttur mannfræðings, þessi rannsókn snéri að konum af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Rannsóknin var styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og héldum við fyrirlestur á Þjóðarspeglinum þar sem helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Rannsóknin ber heitið Konur af erlendum uppruna frá löndum utan EES á Íslandi.
Meðal viðmælenda voru kvenkyns hælisleitendur, sem hafa í dag fengið stöðu sína viðurkennda sem flóttamenn á Íslandi. Í umræðunni sem hefur verið upp á síðkastið um stöðu hælisleitenda á Íslandi finnst mér vantar raddir kvennanna. Kvenkyns hælisleitendur eru sterkir einstaklingar, þær hafa lagt upp í för sem er ekki aðeins erfið heldur líka ógnvekjandi. Það er engin fullvissa um það hvort ferðin takist eða hvernig endirinn verður. Meðal þess sem kom upp í umræðuna í viðtölunum var ólík staða kvenna og karlmanna á flótta, konurnar ættu erfiðara með að takast á við þær aðstæður sem gætu komið upp á leiðinni, sérstaklega vegna þess að konur ferðast frekar með börn með sér en karlmenn. Einn viðmælandinn í rannsókninni sagði:

Að fara af stað þá er engin fullvissa, það fer enginn kona af stað í þetta með barnið sitt nema það sé ekkert annað sem bíður hennar. Oftast er það bara dauðinn eða verra sem bíður og því er ekkert annað í stöðunni nema leggja af stað og reyna að finna betra umhverfi, gera eitthvað.

Við komuna til landsins er enn þá meiri óvissa, konurnar hafa komið sér úr hættu en þær vita ekki hvað bíður þeirra og barnanna: „Það að fara af stað til lands sem þú þekkir ekkert, veist ekkert hvernig er og þú veist ekki hvort þú sért velkomin“, það versta er fyrir þær að vera sendar aftur.

Það virðist sem svo að móttökukerfið, sem tekur á móti hælisleitendum á Íslandi ýtir undir að þessar konur eigi að vera viðkvæmar. Það virðist vera sem svo að þær megi ekki sýna styrkleika sinn, heldur verði þær að sýna veikleika, aðgerðarleysi og viðkvæmni til þess að fá stöðu sína viðurkennda sem flóttamaður á landinu. Þá hefur kerfið náð að setja þær í einhvern ákveðin fyrir fram mótaðan kassa og hleypir konunum ekki úr honum fyrr en löngu seinna, kannski stundum of seint. Við þurfum að styrkja þær, gefa þeim færi á að vera virkir gerendur í eigin lífi þó svo þær séu hælisleitendur á Íslandi. Sem dæmi um þetta þá sagði önnur konan sem kom til Íslands sem hælisleitandi að fólk talaði ekki beint við hana, það var ávallt talað við ráðgjafana eða fulltrúana sem voru með henni. Samt sem áður eru flest allir vel talandi á ensku og enska er móðurmál konunnar. Einn fagmaðurinn sem rætta var við í tengslum við rannsóknin sagði að kvenkyns hælisleitendur og flóttakonur ættu oft auðveldara með að setjast að í samfélaginu en karlmenn, þær hefðu meiri áhuga eða vilja á að bæta félagstengsl sín í landinu og tækju frekar þátt í sjálfboðaliðaverkefnum og öðrum verkefnum sem væri í boði. Sterkari félagstengsl, styrkir líka sjálfsmyndir kvennanna og eykur tækifæri þeirra á að læra tungumálið.

Það er komin tími til þess að íslenska ríkið fari að setja sér markvissa, skilvirka og gegnsæja stefnu í málefnum hælisleitenda og flóttamanna. Þegar ákvörðunin var tekin um að taka á móti fleiri flóttamönnum, þá hefði þurft að byrja strax að vinna að bættari áætlun um hvernig ferlið á að vera. Bæði ferlið við móttöku flóttamanna og hælisleitenda. Huffington post birti grein 3. September 2015 um stöðu kvenkyns hælisleitanda í Bandaríkjunum. Þar segir meðal annars:

Bæði IACHR og Flóttamannastofnunin óskað eftir því við Bandaríkin að tryggja sanngjarnari aðferðir fyrir þá sem flýja ofbeldi og hættu. Konur sem hafa lifað ofbeldi og hótanir í sinn garð og barnanna sinna ættu ekki að þurfa að standa frammi fyrir kerfi sem gerir það erfiðara fyrir þæra að óska eftir hæli og athvarfi í komulandinu.....Nú þarf bara að leggja sig fram við að gera hlutina rétt. (http://www.huffingtonpost.com/michelle-bran/women-from-central-americ_b_8456280.html).

Einnig velti ég fyrir mér hvernig Ísland getur bæt sig enn frekar gagnvart konum og börnum á flótta. Samkvæmt nýjustu tölum Flóttamannastofnunnar um komu flóttamanna til Evrópu segir að um 34 % þeirra séu konur og börn. Það er óásættanlegt að svo lítið hlutfall kvenna og barna hafi náð yfir hafið, komist í gegnum þessa hættuför sem ferðalagið býður uppá en á sama tíma er það líka óásættanlegt að konur og börn þurfi að leggja af stað upp í þessa för, ekki er aðeins sjóferðin hætturleg heldur ferðalagið allt. Konur og börn á flótta eru sérstaklega berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun, einna helst í stórum flóttamannabúðum eða á litlum afskekktum stöðum þar sem eftirlit er nánast ekkert (http://www.unhcr.org/562a3bb16.html).

Ísland getur lagt sig fram um að halda áfram áætlunum sínum að vera þátttakendur í verkefninu Women at risk sem Sameinuðu þjóðirnar halda úti, sem íslenska ríkið varð hluti af árið 2005. Síðasti hópurinn sem vitað er til að hafi komið í gegnum þetta verkefni eru konur sem komu til landsins árið 2012. Sækjum frekar konurnar og börnin heldur en að ýta undir að þau fari af stað uppí þessa hættuför


Frumkvöðlastarf unnið í Hafnarfirði

Til þess að geta byggt  upp sterkara bæjarfélag á stöðugum grunni þá þarf að kynna sér allar stoðir þess. Meirihlutinn í Hafnarfirði ásamt bæjarstjóra tók þau stóru skref að skoða alla innviði bæjarins í einni heildar úttekt. Þessi úttekt er ekki aðeins gott verkfæri fyrir framtíð bæjarins og bæjarbúa heldur líka ákveðið mælitæki um uppbyggingu bæjarins í framtíðinni. Þessi stóru skref eru hugsanlega erfið, það er jú oft erfitt að taka hausinn upp úr sandinum og sjá svart á hvítu hvernig staðan er, en ég tel þetta gott tól til þess að sjá hvar er þörf á að bregðast við og bæta. Staða Hafnarfjarðar er ekki góð, en það er svo sannarlega hægt að gera hana betri, ekki aðeins fjárhagslega heldur líka betri nýting í mannauð, auðvelda boðleiðir og meiri samvinna sviða.

Húrra fyrir Hafnfirðinga

Fyrir áhugasama þá er hægt að kynna sér úttektina hér

http://www.hafnarfjordur.is/media/auglysingar/2015-06-28-Hafnarfjordur_stjornskipulag-og-rekstur_greiningarhluti.pdf


Gefur þú barninu þínu orkudrykki?

Mér varð mjög brugðið þegar ég labbaði inná fótboltamót hjá 10-12 ára peyjum í vetur. Stór hluti barna var að drekka orkudrykk. Er þetta nýja brumið í íþróttum barna? Geta börn ekki notað eigin orku í þessa 3-4 klukkutíma sem flest svona mót eru? 

 

Ári 2010 kom frétt á mbl.is um áhrif og áhyggjur á orkudrykkja notkun barna. Hér segir orðrétt um áhrif Brun orkudrykksins: „Við slíkar aðstæður geta áhrifin verið mjög skaðleg; ör hjartsláttur, ógleði og ójafnvægi,“ segir Arna og bætir við að allir hafi verið sammála um að banna neysluna jafnframt því að upplýsa foreldra um hætturnar.

 

Inná síðu 6h.is þá segir að hámarks koffínneysla barna og unglinga á dag sé 2,5 mg/kg miðað við hvert kíló (sem er c.a. 50 mg af koffíni fyrir barn sem vegur c.a. 20 kg) á meðan fullorðnir geta innbyrgt 44 mg/kg af koffíni á hvert kíló. Þetta er svolítið mikill munur. Samkvæmt síðunni kemur einni fram sú merkilega staðreynd að í "venjulegum" hálfslítra kóladrykk eru 65 mg af koffíni....65mg!!


Fyrir þá sem gefa börnunum sínum orkudrykk til þess að svala þorsta á íþróttakeppnum eða auka þrek þeirra í keppninni: tekið af síðu 6h.is "Ekki er mælt með því að nota orkudrykki til að slökkva þorsta eftir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur. Það getur aukið vökvatap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvagmyndun. Einnig getur neysla á orkudrykkjum samhliða hreyfingu valdið hjartsláttartruflunum"

 

Fólki ber ekki á sama um hvað séu orkudrykkir og íþróttadrykkir.

En hvað eru orkudrykkir? Inná síðu MAST segir í stuttu máli: Drykkir sem neytt er með það að markmiði að ná fram örvandi áhrifum eru almennt kallaðir orkudrykkir. Þetta samheiti er þó villandi þar sem það gefur til kynna að um orkugefandi drykki sé að ræða. Svokallaðir orkudrykkir innihalda samt ekki meiri orku, þ.e. hitaeiningar, en margir aðrir drykkir og í dag eru jafnvel til “light” orkudrykkir sem eru í raun hitaeiningasnauðir. Svokallaðir orkudrykkir innihalda allir koffín og flestir innihalda þar að auki önnur virk efni, svo sem ginseng eða útdrætti (e. extract) úr öðrum plöntum. Auk þess er algengt að þessir drykkir innihaldi vatnsleysanleg vítamín auk tauríns, inositols og glucuronolactons.

 

Orkudrykkir eru t.d. Magic, Orka, Cult, Magic, Red Bull, Burn og örugglega fleiri tegundir. 

Það er líka til aðrir drykkir sem alla jafnan eru nefndir íþróttadrykkir, þeir eiga ekki að vera skaðlegir börnum, innihalda vítamín og önnur steinefni en maður spyr sig samt sem áður: hversvegna þurfa börn að drekka orku- eða íþróttadrykki? Hversvegna geta börn ekki nýtt sína náttúrulegu orku, fengið sér banana fyrir eða á meðan keppni stendur og svalað þorstanum með vatni? Ég skil fullkomlega að það sé gott að fá sér svalandi íþróttadrykki á löngum mótum (sem tekur heila helgi eða lengur) en ég hef engann skilning á notkun þess á 3ja tíma íþróttamóti eða orkudrykkju barna

Gott er að kíkja á 6h.is um hvað sé best að gefa börnum að drekka, og margar aðrar góðar greinar. 


Réttindi barnsins

Hver er réttur barnsins, er spurning sem kemur oft uppí huga mér. Á tímum upplýsinga, fjölmiðla, hraðari samskipta og netsíðna koma alltof oft upp atvik sem verða þess valdandi að ég spyr mig að þessari mikilvægu spurningu.

Myndir af börnum hafa oft, alltof oft verið birtar í fjölmiðlum, á samskiptasíðum foreldranna, í blaðagreinum eða aðrar upplýsingar birtar á ýmsu formi. Þá velti ég fyrir mér þeim einföldu spurningum hvort börnin hafi samþykkt þessar birtingar? Eru þau upplýst um rétt sinn til þess að hafna því?
Ég sem og aðrir foreldrar hafa birt myndbönd, ótrúlega krúttleg myndbönd, af börnunum okkar á samskiptasíðum, myndir af þeim og við teljum það líklegast í lagi. Jú það er kannski í lagi núna, við erum foreldrarnir og eigum að geta haft vit fyrir þeim og þau hafa líklegast enga skoðun á því hvort birta megi myndir af þeim eða ekki en hvað með seinna meir? Hvað með framtíðina? Allt sem við setjum á netinu verður þar alltaf, að eilífu. Ég hef sem betur fer einsett ég mér því að birta t.d. ekki myndir af krökkunum sem gæti valdið þeim vandræðum í framtíðinni. Það eru örugglega nokkrar berrassaðar myndir á netinu, sem eru jú rosalega krúttlegar þegar krakkarnir eru undir X aldri. En þegar þau eldast? En þegar þau þurfa fara útí þennan harða heim sem einkennist af einelti, stríðni eða illgirni. Hvað ef, eða hreinlega þegar búllíinn getur grafið upp þessar myndir og nýtir sér þær?

Hvaða rétt höfum við til þess að taka ákvörðun fyrir barnið? Hversu langt ætlum við að ganga á rétt barnanna okkar?


Ríki kallinn

Ég fór að velta fyrir mér hve margir eða í raun fáir það eru í landinu sem eru ríki kallinn. Og hvers vegna gott líf eigi bara við þessa ríkukalla af öllum kynjum.

Hvernig er Ísland í dag, er ríki kallinn ekki ástæðan fyrir því að flestar starfstéttir eru í lamasessi og allir komnir með upp í kok af ástandinu í landinu.

Að mínu mati er ríki kallinn sá/sú sem getur keypt sér sómasamlegt húsnæði án þess að þurfa stóla á eldri kynslóðina á ein eða annan hátt til að fjármagna kaupin. 

Ríki kallinn er ekki fastur í húsnæði sem er yfirveðsett og miklu meira en það.

Ríki kallinn þarf ekki að taka bílalán fyrir öruggum og nýlegum fjölskyldubíl.

Ríki kallinn getur sparað fyrir utanlandsferðinni og þarf ekki að fara á vísafyllerí þó honum/henni langi að láta smá eftir sér/börnunum.  

Ríki kallinn gert sér glaðan dag með fjölskyldunni.

Ríki kallinn á afgangs pening eftir hver mánaðarmót. 

Ríki kallinn á sparnaðar reikning sem hann/hún GETUR lagt inná án þess að þurfa lifa á afgöngum seinustu daga mánaðarins. 

Ríki kallinn getur eytt til þess að spara sér (það er oft sparnaður fólgin í því að geta borgað aðeins meira).

Ríki kallinn getur borgað alla reikninga hver mánaðarmót þó að auka útgjaldaliður detti inn óvænt. 

Ríki kallinn getur búið sómasamlega á Íslandi án þess að þurfa vinna 150% starf eða meira.

Hver er ríki kallinn? Ert það þú?

En eiga þessir punktar hér að ofan ekki frekar að eiga við um meðal manninn ekki einhverja útvalda og mjög fámennan hóp í samfélaginu okkar?


Þekktu nágrannan

Ein mesta forvörn við ýmsum samfélagsmeinum er sú einfalda regla að þekkja nágrannann. Eins eðlilegt og það ætti að vera í íslenskum bæjum sem eru ekki stórir í sniðum, hverfin ennþá smærri og húseiningarnar eru þeim mun fámennari.

En þekkir þú nágrannan þinn? Veit hann þegar þú skreppur út úr bænum og húsið þitt er mannlaust? Eða einhvern til þess að gefa kettinum. 

Ég veit ekki hvort þetta hafi eitthvað að gera með það að ég sé alin upp úti á landi þar sem allir þekkja alla, en þar vissi ég hverjir nágrannarnir mínir væru. Skiljanlega er ekki hægt að þekkja alla sem búa í götunni, bæði er meira um flutninga í og úr. En það að leggja sig fram við að þekkja að minnsta kosti nánustu nágranna.

Ísland er ekki stórt land, við erum elskuleg og okkur þykir vænt um nágrannan. Væntumþykjan hefur sýnt sig þegar eitthvað hefur bjátað á hjá Íslendingi hérlendis eða erlendis.

Leggjum okkur fram við að þekkja að minnsta kosti tíu nágranna, bjóðum fólkinu í kringum okkur góðan dag með bros á vör, höldum áfram að vera elskuleg og lítil þjóð.


Skilgreining á hugtökum

Það hefur verið aukin umræða í samfélaginu um hugtakið Útlendingur, hvort það beri með sér jákvæða eða neikvæða merkingu. Vegna nánd minnar við innflytjendur á Íslandi þá datt ég svolítið inní þessa umræðu, ég hef aldrei litið á útlending sem eitthvað neikvætt. Í mínum augum er útlendingur skilgreining á einstaklingi sem er af erlendum uppruna, en þá fór ég að velta fyrir mér.... en innflytjandi hefur sömu skilgreiningu eða er það? Útlendingur er skilgreindur samkvæmt mennta- og menningarmálaráðuneytinu:Hver sá einstaklingur búsettur hér á landi sem ekki er íslenskur ríkisborgari(þ.a.l. ekki ferðamenn). Hugtakið erlendur ríkisborgari er sambærilegt (Bls. 23).

  Í lögum um útlendinga nr. 96/2002 er útlendingur skilgreindur sem hver sá einstak­lingur sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt.

Annars staðar las ég að hugtakið útlendingur væri neikvætt vegna skilgreiningar þess í lögum : Hugtakið útlendingur er skilgreint neikvætt samkvæmt íslenskum rétti, eins og það birtist í settum lögum. Í almennum ummælum í greinargerð (hér eftir: grg.). með frumvarpi (hér eftir: frv.) því sem varð að lögum nr. 96/2002 um útlendinga (hér eftir: útlendingalög) segir: ,,Samkvæmt 1. mgr. kemur fram að ákvæðunum er ætlað að gilda um útlendinga, en útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 100 23. desember 1952[4]." Í lögum nr. 100/1952 (Hægt að lesa í heild hér)

Eftir þessa skemmtilegu yfirferð um skilgreiningu á hugtakinu útlendingur þá sitja ekkert nema spurningar, því velti ég fyrir mér hvort það eru ekki aðeins lögin okkar íslendinga sem ýta undir að eins saklaust hugtak, einsog hugtakið útlendingur verður að neikvæðri merkingu?

Hvað með hugtakið innflytjandi, en það hefur nánast sömu skilgreiningu og útlendingur.

Samkvæmt hagstofunni þá er innflytjandi einstaklingur sem fæðist erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis og er því með erlent móðurmál.

Félagsmálaráðuneytið skilgreinir innflytjendur; útlending sem sest hefur að til langframa í landinu en er fæddur erlendis eða báðir foreldrar einstaklings séu fæddir erlendis eða hafi einhvern tíma haft erlent ríkisfang. Innflytjendur eiga það sameiginlegt að hafa annað mál en íslensku að móðurmáli, en með móðurmáli er átt við það tungumál er barn lærir fyrst.

....Eini munurinn á Útlendingi og Innflytjanda er að innflytjandi getur verið kominn með íslenskan ríkisborgararétt og/eða hefur ákveðið að setjast að á Íslandi til lengri tíma.... er það þá neikvætt að vera búsettur á Íslandi en ekki kominn með íslenskan ríkisborgararétt?? Er þá íslenskur ríkisborgararéttur toppurinn og útlendingur botninn? Erum við þá ekki farin að vera alltof þjóðhverf og lokuð.... þarf ekki að fara bæta skilgreiningar

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband