Skilgreining á hugtökum

Það hefur verið aukin umræða í samfélaginu um hugtakið Útlendingur, hvort það beri með sér jákvæða eða neikvæða merkingu. Vegna nánd minnar við innflytjendur á Íslandi þá datt ég svolítið inní þessa umræðu, ég hef aldrei litið á útlending sem eitthvað neikvætt. Í mínum augum er útlendingur skilgreining á einstaklingi sem er af erlendum uppruna, en þá fór ég að velta fyrir mér.... en innflytjandi hefur sömu skilgreiningu eða er það? Útlendingur er skilgreindur samkvæmt mennta- og menningarmálaráðuneytinu:Hver sá einstaklingur búsettur hér á landi sem ekki er íslenskur ríkisborgari(þ.a.l. ekki ferðamenn). Hugtakið erlendur ríkisborgari er sambærilegt (Bls. 23).

  Í lögum um útlendinga nr. 96/2002 er útlendingur skilgreindur sem hver sá einstak­lingur sem ekki hefur íslenskan ríkisborgararétt.

Annars staðar las ég að hugtakið útlendingur væri neikvætt vegna skilgreiningar þess í lögum : Hugtakið útlendingur er skilgreint neikvætt samkvæmt íslenskum rétti, eins og það birtist í settum lögum. Í almennum ummælum í greinargerð (hér eftir: grg.). með frumvarpi (hér eftir: frv.) því sem varð að lögum nr. 96/2002 um útlendinga (hér eftir: útlendingalög) segir: ,,Samkvæmt 1. mgr. kemur fram að ákvæðunum er ætlað að gilda um útlendinga, en útlendingur telst hver sá sem ekki er íslenskur ríkisborgari samkvæmt lögum um íslenskan ríkisborgararétt, sbr. lög nr. 100 23. desember 1952[4]." Í lögum nr. 100/1952 (Hægt að lesa í heild hér)

Eftir þessa skemmtilegu yfirferð um skilgreiningu á hugtakinu útlendingur þá sitja ekkert nema spurningar, því velti ég fyrir mér hvort það eru ekki aðeins lögin okkar íslendinga sem ýta undir að eins saklaust hugtak, einsog hugtakið útlendingur verður að neikvæðri merkingu?

Hvað með hugtakið innflytjandi, en það hefur nánast sömu skilgreiningu og útlendingur.

Samkvæmt hagstofunni þá er innflytjandi einstaklingur sem fæðist erlendis og á foreldra sem báðir eru fæddir erlendis og er því með erlent móðurmál.

Félagsmálaráðuneytið skilgreinir innflytjendur; útlending sem sest hefur að til langframa í landinu en er fæddur erlendis eða báðir foreldrar einstaklings séu fæddir erlendis eða hafi einhvern tíma haft erlent ríkisfang. Innflytjendur eiga það sameiginlegt að hafa annað mál en íslensku að móðurmáli, en með móðurmáli er átt við það tungumál er barn lærir fyrst.

....Eini munurinn á Útlendingi og Innflytjanda er að innflytjandi getur verið kominn með íslenskan ríkisborgararétt og/eða hefur ákveðið að setjast að á Íslandi til lengri tíma.... er það þá neikvætt að vera búsettur á Íslandi en ekki kominn með íslenskan ríkisborgararétt?? Er þá íslenskur ríkisborgararéttur toppurinn og útlendingur botninn? Erum við þá ekki farin að vera alltof þjóðhverf og lokuð.... þarf ekki að fara bæta skilgreiningar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í eðli sínu er orðið útlendingur hlutlaust, eins og grænn eða þumalputti. Skilgreiningin er ljós og verður ekki misskilin. Hvort fólk síðan skynjar það jákvætt eða neikvætt segir meira um fólkið en orðið.

Gústi (IP-tala skráð) 25.4.2015 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband