Réttindi barnsins

Hver er réttur barnsins, er spurning sem kemur oft uppí huga mér. Á tímum upplýsinga, fjölmiðla, hraðari samskipta og netsíðna koma alltof oft upp atvik sem verða þess valdandi að ég spyr mig að þessari mikilvægu spurningu.

Myndir af börnum hafa oft, alltof oft verið birtar í fjölmiðlum, á samskiptasíðum foreldranna, í blaðagreinum eða aðrar upplýsingar birtar á ýmsu formi. Þá velti ég fyrir mér þeim einföldu spurningum hvort börnin hafi samþykkt þessar birtingar? Eru þau upplýst um rétt sinn til þess að hafna því?
Ég sem og aðrir foreldrar hafa birt myndbönd, ótrúlega krúttleg myndbönd, af börnunum okkar á samskiptasíðum, myndir af þeim og við teljum það líklegast í lagi. Jú það er kannski í lagi núna, við erum foreldrarnir og eigum að geta haft vit fyrir þeim og þau hafa líklegast enga skoðun á því hvort birta megi myndir af þeim eða ekki en hvað með seinna meir? Hvað með framtíðina? Allt sem við setjum á netinu verður þar alltaf, að eilífu. Ég hef sem betur fer einsett ég mér því að birta t.d. ekki myndir af krökkunum sem gæti valdið þeim vandræðum í framtíðinni. Það eru örugglega nokkrar berrassaðar myndir á netinu, sem eru jú rosalega krúttlegar þegar krakkarnir eru undir X aldri. En þegar þau eldast? En þegar þau þurfa fara útí þennan harða heim sem einkennist af einelti, stríðni eða illgirni. Hvað ef, eða hreinlega þegar búllíinn getur grafið upp þessar myndir og nýtir sér þær?

Hvaða rétt höfum við til þess að taka ákvörðun fyrir barnið? Hversu langt ætlum við að ganga á rétt barnanna okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur myndi ég ekki setja neinar myndir af mínum börnum á netið.

Jón Þórhallsson, 24.5.2015 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband