Kúbverska ísland!

Ég ólst upp við þá hugmynd að Kúba, eyjan í Karíbahafinu væri birtingarmynd einræðis og valdaníð. Kúbu var stjórnað af einræðisherrum þar sem valdaníð og kúgun voru stjórntæki. Í dag er Kúba enn þá kommúnistaríki en skoðum þetta aðeins:

Á Kúbu er 

  • Ríkisrekið velferðarkerfi með fæðingarorlofi, eftirlaunum, slysatryggingu og fl. 
  • Heilbrigðisþjónusta er ÓKEYPIS fyrir sjúklinga.
  • Skólaskylda og öll menntun er ókeypis.
  • Aðgangur að læknum er góður
  • Stjórnvöld á Kúbu hafa verið gagnrýnd fyrir að vera ólýðræðisleg og brjóta mannréttindi með því að vakta, fangelsa og taka af lífi pólitíska mótmælendur.
  • Túrismi er ein af aðaltekjulindum Kúbu og eru kúbverjar þekktir fyrir gestrisni sína.

Á Íslandi er

  • Ríkisrekið velferðarkerfi með fæðingarorlofi, eftirlaunum, slysatryggingu og fl....já það er satt en velferðarkerfið er fjársvelt og getur ekki greitt út mannsæmandi greiðslur til þeirra sem þurfa á því að halda til þess að geta lifað af á landinu.
  • Heilbrigðisþjónusta er EKKI ókeypis fyrir sjúklinga, hér þurfa langtíma sjúklingar, öryrkjar, aldraðir og allir þeir sem þurfa reglulega að nota heilbrigðisþjónustuna greiða himinháar upphæðir.
  • Hér er skólaskylda en menntun er EKKI ókeypis, á grunnskólastigi þurfa foreldrar sífellt að leggja út peningum fyrir hinu ýmsu gögnum svo börnin þeirra geti menntast, á framhaldsskólastigi eru bæði skóla/innritunargjöld ásamt himinháum bóka- og efniskostnaði. Háskólar eru heldur ekki ókeypis.
  • Aðgangur að læknum er EKKI góður.

Er Ísland að verða að nýrri tegund kommúnistaríkis, þar sem lýðræðið er í frontinum en í rauninni eru öfl sem hafa ekki nokkurn áhuga á því að byggja upp lýðræðislegt samfélag þar sem allir geti verið jafnir. Á landinu leggja stjórnvöld meiri áherslur á skammtíma virkjanir sem eyðileggja auðlindir okkar, greiða sjálfum sér himinháar fjárhæðir á meðan aðrar stéttir eiga "sætta" sig við það sem þeim er gefið svo verðbólgan fari ekki upp úr öllu valdi, laga ekki rotið bankakerfi, selja sér og vinum sínum eignir/vinnu ríkisins á smápeninga/himinháar fjárhæðir, halda húseigendum í gíslingum með fornaldar lánakerfi, moka krók vina sinna stórlaxanna við sjávarútveginn. Er ólartakið sem þessi ríkistjórn hefur á samfélagið krónan?.........

Er lausnin að taka upp samkeppnishæfan gjaldmiðil, getum við þá losnað undir oki þessara manna og loksins farið að byggja upp jafnt samfélag sem einkennist ekki af misbeytingu, valdakúgun og forrétindum einstakra hópa.

Íslendingar allir þurfa lesa þennan pistil, sjá hve lítill munur er á Íslandi og Kúbu í hnotskurn, velta fyrir sér hvort við eigum að halda áfram mörg ár í viðbót án þess að láta út úr okkur einsog eitt hvísl? Við eigum ekki að leyfa þessum "búllíum" að vaða yfir okkur ítrekað!! Vilt þú fá einhverju breytt þá þarft þú að gera eitthvað í því að koma á breytingum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ja....

Okkar heilbrigðiskerfi er betra en þeirra.  Miklu betra.  Þú gætir til dæmis lifað af botnalangauppskurð hér, það eru 999-1.  Kúba?  ...eh.

Ekki veit ég um menntunina, gæði hennar og það.  Hinsvegar held ég æðri menntun nýtist illa á Kúbu.  Verr en hér, jafnvel.

"Er Ísland að verða að nýrri tegund kommúnistaríkis, þar sem lýðræðið er í frontinum en í rauninni eru öfl sem hafa ekki nokkurn áhuga á því að byggja upp lýðræðislegt samfélag þar sem allir geti verið jafnir."

Kommúnismi hefru ekkert með lýðræði að gera.  Fasismi hinsvegar hefur allt með það að gera.  Við erum með hvorugt - meira svona lénsræði.

Af þrennu illu... er allt vont.  Kannski er heppni að við höfum lítillega fjarlægst kommúnisma.

"Á landinu leggja stjórnvöld meiri áherslur á skammtíma virkjanir sem eyðileggja auðlindir okkar,"

Þeir verða að virðast vera að gera eitthvað.  Það sem þú borgar fyrir lýðræði meðal þegna sem ekki hugsa, eru pólitíkusar sem gera hluti til skamms tíma, því það lítur vel út rétt fyrir kosningar.

"Er ólartakið sem þessi ríkistjórn hefur á samfélagið krónan?"

Nei.

"Er lausnin að taka upp samkeppnishæfan gjaldmiðil,"

Ef bíllinn þinn verður bensínlaus, reddar þú því þá með því að spreya hann bara einhvernvegin öðruvísi á litinn?

Heimskt fólk með krónur í veskinu verður áfram heimskt fólk þó það sé með evru, dollar eða rúpíur í vasanum.

Pólitíkusar stela evrum alveg jafnt og krónum, og *það er hægt að verðtryggja evru.*  EKKI BANNAÐ.

Ef þú vilt breytingar verður þú einhvernvegin að stuðla að því að landið verði gert að sýslu í einhverju öðru landi, og sé undir öll þess lög komin, ekki okkar.

Beyting, vissulega.  Til batnaðar?  Annað mál.

Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2015 kl. 00:00

2 identicon

Takk fyrir þessa áhugaverðu athugarsemd, ég er sammála með að það gæti verið launs fyrir Ísland að verða sameinað öðru landi. Kannski erum "við" ekki fær um að reka okkur.

Karólína Helga Símonardóttir (IP-tala skráð) 3.12.2015 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband