Trúarstríðið!

Múslimar hafa verið mikið í brennidepli síðustu vikur, sérstaklega í ljósi harmleiksins í Frakklandi. Ég styð tjáningarfrelsi allra og fordæmi slíkar gjörðir. Samt sem áður þá finnst mér öfgarnar aðeins hafa færst, hvað er það sem veldur því að einstaklingum finnst í lagi að ráðast á hina og þessa vegna þess að þeir hafa trú? En eru á sama tíma bundnir við það að trúin þeirra er umdeild.

Árið 2014 gaf PewResearchCenter út skýrslu um Global Religious Diversity (Fjölbreytni trúabragða heimsins). Í þeirri skýrslu kemur meðal annars fram að þrjú stærstu trúabrögð heimsins eru Kristintrú, vantrúaðir* og Múslimar. Mesta fjölbreyni trúabragða má finna í Asíu, minnstu fjöldbreytninga er að finna í Ameríku og Mið-Austurlöndunum. Þarna eru tvær andstæður en í Bandaríkjunum er um 80% þjóðarinnar kristintrúa á meðan um 90 % einstaklinga á Mið-Austurlöndum eru múslímar.

Ef við skoðum þetta út frá heild af þessum tveim stærstu trúarbrögðum þá eru um 31,5% af öllum heimnum Kristintrúa en um 23% Múslimar. Er það ekki slæmt þegar um 1,6 milljónir manna eru ásakaðir um að hugsa ekki rökrétt, þeir séu rót alls ills í heiminum? Er ofbeldi, ófriður, ofstæki og ofvald ekki eitthvað sem finnst á fleiri stöðum en aðeins í Múslímaríkjum? Eru fjölmiðlar og ráðamenn ekki að mata heiminn af ofsóknum í garð Múslima, erum vestulandabúar ekki sjálfir komnir í ofsóknir gegn einum trúabrögðum vegna hugsanlegrar tengingar þess trúarhóps við öfgasamtök? Er hægt að kenna 1,6 milljónir manna um eitthvað sem c.a. 1% trúafélaga þeirra gera?
Ætla íbúar vesturlanda að setja á fót nýja helför? Hreinsun á þjóðerni vegna trúar? Erum við ekki betur upplýstari en svo....

 

*Ég tel vantrú með vegna þess að mínu mati er það ákveðin valkostur af trú útaf fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband