Pant ekki vera mamma ef ég hef metnað!

Ég las færslu áðan sem Össur Skarphéðinsson hafði setti á facebook síðuna sína og fjallað var um á visir.is (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/16/nybokud_modir_ekki_endurradin/). Þetta er einmitt því miður raunveruleikinn í dag. Sérstaklega þar sem fjöldi úrvalsgóðra atvinnuleytenda eru þarna úti svo fyrirtæki og stofnanir geta gert þetta. Allt leyfilegt... hún var jú búin með fæðingarorlofið og komin með barn. Sama vandamál upplifa mæður sem eru að leita sér af vinnu.

Ég velti oft fyrir mér hvort við séum komin aftur í fornöld og yfirmenn líti á það sem kvöð að ráða konu til vinnu sem a barn/börn. Hvað er farið yfir í umsóknarferlinu, hvað veldur því að þessi er ráðin frekar en hinn? Er þetta svona þegar lesið er yfir umsóknir hjá mæðrum: "Nafn umsækjanda, aldur, heimilisfang, menntun, í sambúð, fjöldi barna 3! Já nei, komið með næstu umsókn" Skiptir það máli hve mörg börn konan á? Eða yfirhöfuð að hún eigi börn? Er ég síðri starfsmaður en aðrar konur vegna þess að ég á þrjú börn, fjögur með stjúp syni mínum? Ég heyrði af því um daginn að kona var boðuð í starfsviðtal þar sem auglýst var eftir starfsmanni sem gat unnið frameftir nokkra daga í viku. Í starfsviðtalinu er hún spurð að því hvort hún geti nokkuð unnið svona lengi vegna þess hún eigi barn á leikskólaaldri... erum við orðnar ófærar um að skipuleggja okkur sjálfar? Af annarri heyrði ég sem fór í starfsviðtal, mikill hluti viðtalsins fór í það að ræða um og spyrja útí heilsufar barnanna hennar, við erum kannski að misskilja eitthvað, fyrirtækin eru kannski að ráða börnin í vinnu en ekki mæðurnar. Ég fékk einu sinni spurningu í viðtali, hvort þetta væri prentvilla á ferilskránni "áttu í alvörunni 3 börn en þú ert svo ung"....... ég fékk ekki það starf.

Ég ákvað að setjast niður og henda fram þessum spurningum og vangaveltum mínum eftir að ég heyrði af tveim fyrirækjum, sem líta helst ekki við umsóknum kvenna sem eiga börn. Er þetta í lagi, erum við komin aftur á fornöld? Er ég síðri en konan við hliðin á mér vegna þess að ég valdi að eignast börn? En ef ég er síðri, hvers vegna gat ég seinustu ár stundað fulla vinnu með fullu háskólanámi og á sama tíma eignast börnin mín? Verðum við, ég og börnin mín oftar veik en einstæðingur? Ætli ég geti ekki talið það á annarri hendi hve oft börnin mín ÖLL hafa veikst. Fyrir utan það, þá stend ég svo vel að hafa maka á bakvið mig sem á líka börnin, því væntanlega tekur hann helminginn af skellnum.

Ég er ekkert síðri þó ég eigi börn! Ef það er eitthvað þá er ég kannski betur undir það búin að vinna undir miklu álagi. Mæður hafa einstakt lag á skipulagi og geta unnið mikið verk í tímaþröng. Ef það er eitthvað þá bæta börnin samfélagið, þroska og kenna okkur foreldrunum.

Er þetta ekki umræðuefnin sem þarf að opna í samfélaginu og verðugt verkefni fyrir verkalýðsfélögin?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hi vinkona ,! Tu matt ekki heldur hafa  mentun sem er a sama stigi og tinn vinnuveitandi og ekki vera of gomul svo......hvenair eru   konur gjaldgengar ? Ekki of feit...ekki  med veikindasogu...erum vid ekki ad hopa cyrir 'odyru innfluttu folki sem fair smanarlaun .?

Erla Magna Alexandersdóttir, 16.1.2015 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband