Gefur þú barninu þínu orkudrykki?

Mér varð mjög brugðið þegar ég labbaði inná fótboltamót hjá 10-12 ára peyjum í vetur. Stór hluti barna var að drekka orkudrykk. Er þetta nýja brumið í íþróttum barna? Geta börn ekki notað eigin orku í þessa 3-4 klukkutíma sem flest svona mót eru? 

 

Ári 2010 kom frétt á mbl.is um áhrif og áhyggjur á orkudrykkja notkun barna. Hér segir orðrétt um áhrif Brun orkudrykksins: „Við slíkar aðstæður geta áhrifin verið mjög skaðleg; ör hjartsláttur, ógleði og ójafnvægi,“ segir Arna og bætir við að allir hafi verið sammála um að banna neysluna jafnframt því að upplýsa foreldra um hætturnar.

 

Inná síðu 6h.is þá segir að hámarks koffínneysla barna og unglinga á dag sé 2,5 mg/kg miðað við hvert kíló (sem er c.a. 50 mg af koffíni fyrir barn sem vegur c.a. 20 kg) á meðan fullorðnir geta innbyrgt 44 mg/kg af koffíni á hvert kíló. Þetta er svolítið mikill munur. Samkvæmt síðunni kemur einni fram sú merkilega staðreynd að í "venjulegum" hálfslítra kóladrykk eru 65 mg af koffíni....65mg!!


Fyrir þá sem gefa börnunum sínum orkudrykk til þess að svala þorsta á íþróttakeppnum eða auka þrek þeirra í keppninni: tekið af síðu 6h.is "Ekki er mælt með því að nota orkudrykki til að slökkva þorsta eftir íþróttaæfingar eða á meðan á þeim stendur. Það getur aukið vökvatap líkamans enn frekar vegna áhrifa koffíns á þvagmyndun. Einnig getur neysla á orkudrykkjum samhliða hreyfingu valdið hjartsláttartruflunum"

 

Fólki ber ekki á sama um hvað séu orkudrykkir og íþróttadrykkir.

En hvað eru orkudrykkir? Inná síðu MAST segir í stuttu máli: Drykkir sem neytt er með það að markmiði að ná fram örvandi áhrifum eru almennt kallaðir orkudrykkir. Þetta samheiti er þó villandi þar sem það gefur til kynna að um orkugefandi drykki sé að ræða. Svokallaðir orkudrykkir innihalda samt ekki meiri orku, þ.e. hitaeiningar, en margir aðrir drykkir og í dag eru jafnvel til “light” orkudrykkir sem eru í raun hitaeiningasnauðir. Svokallaðir orkudrykkir innihalda allir koffín og flestir innihalda þar að auki önnur virk efni, svo sem ginseng eða útdrætti (e. extract) úr öðrum plöntum. Auk þess er algengt að þessir drykkir innihaldi vatnsleysanleg vítamín auk tauríns, inositols og glucuronolactons.

 

Orkudrykkir eru t.d. Magic, Orka, Cult, Magic, Red Bull, Burn og örugglega fleiri tegundir. 

Það er líka til aðrir drykkir sem alla jafnan eru nefndir íþróttadrykkir, þeir eiga ekki að vera skaðlegir börnum, innihalda vítamín og önnur steinefni en maður spyr sig samt sem áður: hversvegna þurfa börn að drekka orku- eða íþróttadrykki? Hversvegna geta börn ekki nýtt sína náttúrulegu orku, fengið sér banana fyrir eða á meðan keppni stendur og svalað þorstanum með vatni? Ég skil fullkomlega að það sé gott að fá sér svalandi íþróttadrykki á löngum mótum (sem tekur heila helgi eða lengur) en ég hef engann skilning á notkun þess á 3ja tíma íþróttamóti eða orkudrykkju barna

Gott er að kíkja á 6h.is um hvað sé best að gefa börnum að drekka, og margar aðrar góðar greinar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband