Fokk ofbeldi - gegn konum af erlendum uppruna!

UN Women standa fyrir herferð um kynbundið ofbeldi, fokk ofbeldi! Þetta er góð herferð! Fyrst var ég efins, mér fannst ekki hægt að skilja karlmenn sem verða fyrir ofbeldi utan við þetta ég held hreinlega það hafi verið afneitun hjá mér, konur hafa það bara mjög skítlegt!

Margar eru þær góðar staðreyndirnar sem Un Women hafa sett inná síðuna sína undir Milljarðurrís þó finnst mér vanta eitt mjög mikilvægt málefni en það er ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. Ég hef velt þessu fyrir mér lengi vegna þess að konur af erlendum uppruna á t.d. Íslandi eru í áhættuhóp þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum vegna stöðu þeirra í landinu. Þær konur sem ekki kunna tungumálið, hafa ekki tengslanet og nánast engin samskipti við nýja samfélagið eru líklegri til þess að einangrast og þekkja því síður sinn rétt. Á seinustu árum hefur orðið vitundarvakning í bæði heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu gagnvart þessum hópi kvenna en það má alltaf bæta.

Kvennaathvarfið birti tölur um fjölda kvenna sem höfðu leitað þangað, var þá hlutfall kvenna af erlendum uppruna sláandi háar. Þó segir í skýrslunni að það gefi ekki endilega til kynna um að hlutfallslega fleiri konur af erlendum uppruna verði fyrir ofbeldi í nánum samböndum heldur að þær leiti frekar í athvarfið en íslenskar konur. Oft er kvennaathvarfið eini vettvangur þessara kvenna til að komast frá ofbeldismanninum, vegna mikillar einangrunar. Erlendar rannsóknir benda þó á og styðst það við gögn kvennaathvarfsins að konur af erlendum uppruna verða frekar fyrir ofbeldi að hálfu maka en aðrar konur. Sá allra viðkvæmasti hópur kvenna eru konur sem koma frá löndum utan EES.

Konur af erlendum uppruna veigra sér frekar við því að leita sér aðstoðar, sérstaklega konur frá löndum utan EES vegna stöðu þeirra í nýja landinu. Konurnar eru oftar en ekki með búsetuleyfi vegna sambands þeirra við makann og eru hræddar um að missa rétt sinn til ríkisborgararéttar í nýja landinu. Það er oft betra í þeirra augum að lifa við hið skelfilega líf sem þær hafa lent í, í nýja landinu, heldur en að fara heim í fátæktina eða hörmunarnar í heimalandinu. Þær eru oft í viðjum eigin þekkingarleysis og vita ekki að þær hafa rétt sem þær mega nýta sér.Mynd fengin að láni á netinu- held hún sé upprunalega frá UN Women

Mörg samtök á Íslandi hafa lagt sig fram um að bæta skilyrði þessara kvenna, upplýsa þær um rétt þeirra en þessa vinnu þarf að styrkja ennþá frekar. Aðgengi kvennaathvarfsins að túlkum þarf að vera mun betri og aðgengi kvennanna að upplýsingum auðveldari. Með dæmi mætti setja upp ákveðna móttökuráætlun þegar konur af erlendum uppruna sækja um búsetuleyfi vegna maka þar sem þær eru upplýstar um réttindi sín í landinu og hvert þær geti leitað til að fá aðstoð sé þörf á henni. Bæta þarf til muna rannsóknir á þessu málefni, ríkið þarf að vera tilbúið að leggja til fjármagn til þess að bæta stöðu kvenna, sérstaklega þeirra kvenna sem flokkast undir viðkvæman hópkvenna sem samanstendur af konum af erlendum uppruna, konum með fötlun og öldruðum konum.

 

Áhugaverð lesefni sem snúa að þessu málefni

https://unwomen.is/index.php/milljardur-ris

Heimasíða Kvennaathvarfsins www.kvennaathvarfid.is

http://www.kvennaathvarf.is/media/alyktanir_umsagnir/Rannsokn_a_PDF_%282%29.pdf.

http://www.velferdarraduneyti.is/media/frettir2010/Rannsokn_ofbeldi_felagasamtok_22092010.pdf.

-myndin er fengin í láni af netinu en ég held að uppruni hennar sé frá UN Women


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir "Fokk ofbeldi"  ( ríðið ofbeldi )

Heimskuleg fyrirsögn !

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 17:29

2 identicon

Kynntu þér málið Egill áður en þú gagnrýnir hér að neðan eru upplýsingar af UN-Women síðunni.

Af hverju „Fokk ofbeldi“?

Fokk ofbeldi armbandið er ætlað fullorðnum. Orðalagið er vísvitandi ögrandi og ætlað að hreyfa við fólki og stuðla að vitundarvakningu um baráttu gegn kynbundnu ofbeldi. Ef orðalagið fer fyrir brjóstið á fólki þá er mikilvægt að muna að ein af hverjum þremur konum verða fyrir ofbeldi á lífsleiðinni  og 39 þúsund stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverjum einasta degi eða ein á þriggja sekúndna fresti. Þetta mun aldrei breytast nema að við tökum höndum saman.

https://unwomen.is/index.php/frettir-oklaradh/656-fokk-ofbeldi-armbandid

Birna Ben (IP-tala skráð) 1.3.2015 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband