Ef ég hef valið, þá átt þú að hafa valið!

NPA er þjónusta sem á að vera í boði allstaðar, það eru sjálfsögð mannréttindi þeirra einstaklinga sem nýta þessa þjónustu að geta gengið að henni vísri. 

Samningarnir gera notendum erfitt fyrir að flytja

Það er mikilvægt að reyna skilja þjónustu minnihlutahópa út frá þeim sjálfum, við sem nýtum ekki þjónustuna getum ekki svarað fyrir því hvað hentar hverjum og einum. Að ætla setja af stað þjónustu út frá einhverjum pappírum, pólitík og fagmönnum er ekki það sama og að setja af stað þjónustu sem notendurnir sjálfir fá að koma að. Notendurnir eru sérfræðingarnir í því hvernig þjónustan þarf að vera, hvað á best við hverju sinni, virðum raddir þeirra. 

Það eru mannréttindi fólgin í því að geta valið sér þjónustuleiðir til þess að auðvelda daglegt líf, ég get valið um hvort ég vilji labba, hjóla, keyra, taka strætó eða annað. Hversvegna geta einstaklingar sem vilja NPA þjónustunni ekki valið um hana? Það eru sjálfsögð mannréttindi að hver og einn geti nýtt þá þjónustu sem þau telja best fyrir sig! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mannréttindi eru grundvallarréttindi og þetta eru ekki grundvallarréttindi og því ekki mannréttindi. Þetta eru forréttindi þeirra sem búa í þjóðfélagi sem getur og vill veita þessa þjónustu. Það eru mannréttindi að geta valið um hvort þú viljir labba, hjóla, keyra, taka strætó, leigubíl, flugvél eða annað svo lengi sem þú sjálf berð þann kostnað sem val þitt veldur. Það flokkast ekki sem mannréttindi að samborgarar þínir kosti þann ferðamáta sem þú velur, það væru forréttindi. 

Þjóðfélagið hefur ákveðið að veita ýmsum jaðarhópum viss forréttindi umfram þau mannréttindi sem ber að veita þeim. Nú er svo komið að margir eru haldnir þeim misskilningi að þessi forréttindi séu mannréttindi sem ekki megi hrófla við. Þannig hefur fólk til dæmis kvartað yfir að það væri mannréttindabrot að ríkið láti það ekki fá pening fyrir jólagjöfum, sólarlandaferðum og veisluföngum þegar styrkir samborgaranna hafa ekki haldið í við verðlag.

Gústi (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband