Þekktu nágrannan

Ein mesta forvörn við ýmsum samfélagsmeinum er sú einfalda regla að þekkja nágrannann. Eins eðlilegt og það ætti að vera í íslenskum bæjum sem eru ekki stórir í sniðum, hverfin ennþá smærri og húseiningarnar eru þeim mun fámennari.

En þekkir þú nágrannan þinn? Veit hann þegar þú skreppur út úr bænum og húsið þitt er mannlaust? Eða einhvern til þess að gefa kettinum. 

Ég veit ekki hvort þetta hafi eitthvað að gera með það að ég sé alin upp úti á landi þar sem allir þekkja alla, en þar vissi ég hverjir nágrannarnir mínir væru. Skiljanlega er ekki hægt að þekkja alla sem búa í götunni, bæði er meira um flutninga í og úr. En það að leggja sig fram við að þekkja að minnsta kosti nánustu nágranna.

Ísland er ekki stórt land, við erum elskuleg og okkur þykir vænt um nágrannan. Væntumþykjan hefur sýnt sig þegar eitthvað hefur bjátað á hjá Íslendingi hérlendis eða erlendis.

Leggjum okkur fram við að þekkja að minnsta kosti tíu nágranna, bjóðum fólkinu í kringum okkur góðan dag með bros á vör, höldum áfram að vera elskuleg og lítil þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband