Ríki kallinn

Ég fór að velta fyrir mér hve margir eða í raun fáir það eru í landinu sem eru ríki kallinn. Og hvers vegna gott líf eigi bara við þessa ríkukalla af öllum kynjum.

Hvernig er Ísland í dag, er ríki kallinn ekki ástæðan fyrir því að flestar starfstéttir eru í lamasessi og allir komnir með upp í kok af ástandinu í landinu.

Að mínu mati er ríki kallinn sá/sú sem getur keypt sér sómasamlegt húsnæði án þess að þurfa stóla á eldri kynslóðina á ein eða annan hátt til að fjármagna kaupin. 

Ríki kallinn er ekki fastur í húsnæði sem er yfirveðsett og miklu meira en það.

Ríki kallinn þarf ekki að taka bílalán fyrir öruggum og nýlegum fjölskyldubíl.

Ríki kallinn getur sparað fyrir utanlandsferðinni og þarf ekki að fara á vísafyllerí þó honum/henni langi að láta smá eftir sér/börnunum.  

Ríki kallinn gert sér glaðan dag með fjölskyldunni.

Ríki kallinn á afgangs pening eftir hver mánaðarmót. 

Ríki kallinn á sparnaðar reikning sem hann/hún GETUR lagt inná án þess að þurfa lifa á afgöngum seinustu daga mánaðarins. 

Ríki kallinn getur eytt til þess að spara sér (það er oft sparnaður fólgin í því að geta borgað aðeins meira).

Ríki kallinn getur borgað alla reikninga hver mánaðarmót þó að auka útgjaldaliður detti inn óvænt. 

Ríki kallinn getur búið sómasamlega á Íslandi án þess að þurfa vinna 150% starf eða meira.

Hver er ríki kallinn? Ert það þú?

En eiga þessir punktar hér að ofan ekki frekar að eiga við um meðal manninn ekki einhverja útvalda og mjög fámennan hóp í samfélaginu okkar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband