Ef ég hef valið, þá átt þú að hafa valið!

NPA er þjónusta sem á að vera í boði allstaðar, það eru sjálfsögð mannréttindi þeirra einstaklinga sem nýta þessa þjónustu að geta gengið að henni vísri. 

Samningarnir gera notendum erfitt fyrir að flytja

Það er mikilvægt að reyna skilja þjónustu minnihlutahópa út frá þeim sjálfum, við sem nýtum ekki þjónustuna getum ekki svarað fyrir því hvað hentar hverjum og einum. Að ætla setja af stað þjónustu út frá einhverjum pappírum, pólitík og fagmönnum er ekki það sama og að setja af stað þjónustu sem notendurnir sjálfir fá að koma að. Notendurnir eru sérfræðingarnir í því hvernig þjónustan þarf að vera, hvað á best við hverju sinni, virðum raddir þeirra. 

Það eru mannréttindi fólgin í því að geta valið sér þjónustuleiðir til þess að auðvelda daglegt líf, ég get valið um hvort ég vilji labba, hjóla, keyra, taka strætó eða annað. Hversvegna geta einstaklingar sem vilja NPA þjónustunni ekki valið um hana? Það eru sjálfsögð mannréttindi að hver og einn geti nýtt þá þjónustu sem þau telja best fyrir sig! 


Afhverju svona en ekki hitt

Á dögunum birti Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartar framtíðar greini um hugsjónir Bjartar framtíðar

Í greininni komu fram þessar helstu ástæður fyrir því að ég valdi að ganga til liðs með þeim fjólubláu og eyði miklum hluta af mínum frítíma í því starfi.

Meðal setningu einsog "Hugsunin virðist oft vera allt önnur. Sérhagsmunum er hampað á kostnað hagsmuna fjöldans" eru einmitt lýsandi fyrir þá hugsjón sem fer í hópnum. Við störfum ekki á einhverjum populísma, við vinnum verkið og erum sátt með niðurstöðurnar. Það er enginn þörf á því að berja sér á brjóst til þess að fá persónulega hylli, aðeins að vera sáttur við verkefnið. Svona hef ég ávallt unnið, stundum hefur það komið sér vel og stundum hefur það komið mér um koll, um koll já.... vegna þess að ég er ekki nógu dugleg að garga um allt hvað ég hafði nú skilað af mér flottu og frábæru verki. Ef það þarf að fara í verkið, gera það og klára þá geri ég það bara.... no questions asked, þetta er bara verk sem þarf að gera. Það dugar mér að ég sé ánægð með það að lokum, það er alveg gott að fá hrós en það er líka gott að vera sáttur við sjálfan sig.

Þannig er einmitt Björt framtíð og fólkið í henni, þau eru sátt við sjálfan sig og þurfa ekkert meir. Þau eru sátt við stefnuna sína, leiðina sem á að fara og aðferðirnar sem eru notaðar. Þau þurfa ekki samþykki hinna stjórnmála flokkanna eða stjórnsýslunnar. Þau þurfa bara vera sátt með sitt.

Mannréttindi er eitthvað sem á að vera allstaðar, ofarlega í hugum allra, ekki bara korter í kosningar! Heldur alltaf, fyrir alla! Punktur, þarf ekki að ræða það meir.

Framtíðarsýn, framtíðarplön er stór kostur í aðferðum Bjartar framtíðar, það að horfa til framtíðar, setja sé markvissa stefnu og ætla þangað. Ekki að taka flýti ákvarðanir til þess að redda hinu og þessu, það er ekki hægt. Alltof oft er léleg stjórnun í stjórnsýslu, fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og jafnvel stjórnmálaflokkum vegna þess að svo miklu púðri er eytt í að slökkva elda, redda hinu og þessu með skyndiákvörðunum. Í staðin fyrir að setjast niður, setja sér áætlun, hvað viljum við gera, hvert viljum við fara og hvað gefum við okkur langann tíma í það. Öll ævintýri túlka þessa einföldu leið og þá baráttu sem þarf að heyja til að komast að fjársjóðnum. Það getum við líka, hættum að vera óþolinmóði kallinn!

Björt framtíð er komin "Til þess að breyta. Til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Til þess að gera eitthvað af viti." Við erum ekki komin til þess að gera kraftaverk, eða finna upp hjólið, við erum komin til þess að sýna að það er hægt að fara nýjar leiðir, markvissar leiðir og hafa gaman á sama tíma.


Fokk ofbeldi - gegn konum af erlendum uppruna!

UN Women standa fyrir herferð um kynbundið ofbeldi, fokk ofbeldi! Þetta er góð herferð! Fyrst var ég efins, mér fannst ekki hægt að skilja karlmenn sem verða fyrir ofbeldi utan við þetta ég held hreinlega það hafi verið afneitun hjá mér, konur hafa það bara mjög skítlegt!

Margar eru þær góðar staðreyndirnar sem Un Women hafa sett inná síðuna sína undir Milljarðurrís þó finnst mér vanta eitt mjög mikilvægt málefni en það er ofbeldi gegn konum af erlendum uppruna. Ég hef velt þessu fyrir mér lengi vegna þess að konur af erlendum uppruna á t.d. Íslandi eru í áhættuhóp þegar kemur að ofbeldi í nánum samböndum vegna stöðu þeirra í landinu. Þær konur sem ekki kunna tungumálið, hafa ekki tengslanet og nánast engin samskipti við nýja samfélagið eru líklegri til þess að einangrast og þekkja því síður sinn rétt. Á seinustu árum hefur orðið vitundarvakning í bæði heilbrigðiskerfinu og félagskerfinu gagnvart þessum hópi kvenna en það má alltaf bæta.

Kvennaathvarfið birti tölur um fjölda kvenna sem höfðu leitað þangað, var þá hlutfall kvenna af erlendum uppruna sláandi háar. Þó segir í skýrslunni að það gefi ekki endilega til kynna um að hlutfallslega fleiri konur af erlendum uppruna verði fyrir ofbeldi í nánum samböndum heldur að þær leiti frekar í athvarfið en íslenskar konur. Oft er kvennaathvarfið eini vettvangur þessara kvenna til að komast frá ofbeldismanninum, vegna mikillar einangrunar. Erlendar rannsóknir benda þó á og styðst það við gögn kvennaathvarfsins að konur af erlendum uppruna verða frekar fyrir ofbeldi að hálfu maka en aðrar konur. Sá allra viðkvæmasti hópur kvenna eru konur sem koma frá löndum utan EES.

Konur af erlendum uppruna veigra sér frekar við því að leita sér aðstoðar, sérstaklega konur frá löndum utan EES vegna stöðu þeirra í nýja landinu. Konurnar eru oftar en ekki með búsetuleyfi vegna sambands þeirra við makann og eru hræddar um að missa rétt sinn til ríkisborgararéttar í nýja landinu. Það er oft betra í þeirra augum að lifa við hið skelfilega líf sem þær hafa lent í, í nýja landinu, heldur en að fara heim í fátæktina eða hörmunarnar í heimalandinu. Þær eru oft í viðjum eigin þekkingarleysis og vita ekki að þær hafa rétt sem þær mega nýta sér.Mynd fengin að láni á netinu- held hún sé upprunalega frá UN Women

Mörg samtök á Íslandi hafa lagt sig fram um að bæta skilyrði þessara kvenna, upplýsa þær um rétt þeirra en þessa vinnu þarf að styrkja ennþá frekar. Aðgengi kvennaathvarfsins að túlkum þarf að vera mun betri og aðgengi kvennanna að upplýsingum auðveldari. Með dæmi mætti setja upp ákveðna móttökuráætlun þegar konur af erlendum uppruna sækja um búsetuleyfi vegna maka þar sem þær eru upplýstar um réttindi sín í landinu og hvert þær geti leitað til að fá aðstoð sé þörf á henni. Bæta þarf til muna rannsóknir á þessu málefni, ríkið þarf að vera tilbúið að leggja til fjármagn til þess að bæta stöðu kvenna, sérstaklega þeirra kvenna sem flokkast undir viðkvæman hópkvenna sem samanstendur af konum af erlendum uppruna, konum með fötlun og öldruðum konum.

 

Áhugaverð lesefni sem snúa að þessu málefni

https://unwomen.is/index.php/milljardur-ris

Heimasíða Kvennaathvarfsins www.kvennaathvarfid.is

http://www.kvennaathvarf.is/media/alyktanir_umsagnir/Rannsokn_a_PDF_%282%29.pdf.

http://www.velferdarraduneyti.is/media/frettir2010/Rannsokn_ofbeldi_felagasamtok_22092010.pdf.

-myndin er fengin í láni af netinu en ég held að uppruni hennar sé frá UN Women


Hátt hlutfall atvinnulausra háskólamenntaðra kvenna!

Landsbankinn birti á dögunum gögn þess efnis að háskólamenntaðar konur yrðu verst úti á vinnumarkaðnum. Atvinnuleysi þessa hóps hefur minnkað minnst af öllum hópum.

"Sé litið á samsetningu hóps atvinnulausra má sjá að háskólamenntað fólk hefur orðið frekar illa úti. Það á einkum við um atvinnulausar konur á höfuðborgarsvæðinu, en þær voru um 30% atvinnulausra þar á árinu 2014. Frá árinu 2010 hefur atvinnulausum konum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 43% en atvinnulausum konum með háskólamenntun einungis um 24%."

http://umraedan.landsbankinn.is/efnahagsmal/2015/02/17/Hagsja-Atvinnuleysi-haskolamenntadar-konur-hafa-ordid-illa-uti

Þessar tölur eru því miður í samráði við hvernig konan þarf sífellt að vera réttlæta sig í samfélaginu, þær þurfa frekar að leggja það á sig að breyta sér í takt við atvinnumarkaðinn og jafnvel sætta sig við lærri stöðu og lægri laun en menntun þeirra ætti að gefa. Það er ekki langt síðan að ég setti inn færslu sem fjallaði um verri stöðu mæðra á atvinnumarkaðnum (http://mannleg.blog.is/blog/mannleg/entry/1582935/). Þetta virðist í fljótu máli haldast í hendur og veldur því að staða kvenna á atvinnumarkaðnum er enn ekki orðin nógu góð og konur fá ekki tækifæri til þess að sanna styrk sinn. Er það hræðsla? Hvað veldur því að konur eru ekki verðmetnar meira en þetta? Eða hefur þetta eitthvað að gera með okkur sjálfar, ættum við ekki einfaldlega að vera frekari?


Pant ekki vera mamma ef ég hef metnað!

Ég las færslu áðan sem Össur Skarphéðinsson hafði setti á facebook síðuna sína og fjallað var um á visir.is (http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/01/16/nybokud_modir_ekki_endurradin/). Þetta er einmitt því miður raunveruleikinn í dag. Sérstaklega þar sem fjöldi úrvalsgóðra atvinnuleytenda eru þarna úti svo fyrirtæki og stofnanir geta gert þetta. Allt leyfilegt... hún var jú búin með fæðingarorlofið og komin með barn. Sama vandamál upplifa mæður sem eru að leita sér af vinnu.

Ég velti oft fyrir mér hvort við séum komin aftur í fornöld og yfirmenn líti á það sem kvöð að ráða konu til vinnu sem a barn/börn. Hvað er farið yfir í umsóknarferlinu, hvað veldur því að þessi er ráðin frekar en hinn? Er þetta svona þegar lesið er yfir umsóknir hjá mæðrum: "Nafn umsækjanda, aldur, heimilisfang, menntun, í sambúð, fjöldi barna 3! Já nei, komið með næstu umsókn" Skiptir það máli hve mörg börn konan á? Eða yfirhöfuð að hún eigi börn? Er ég síðri starfsmaður en aðrar konur vegna þess að ég á þrjú börn, fjögur með stjúp syni mínum? Ég heyrði af því um daginn að kona var boðuð í starfsviðtal þar sem auglýst var eftir starfsmanni sem gat unnið frameftir nokkra daga í viku. Í starfsviðtalinu er hún spurð að því hvort hún geti nokkuð unnið svona lengi vegna þess hún eigi barn á leikskólaaldri... erum við orðnar ófærar um að skipuleggja okkur sjálfar? Af annarri heyrði ég sem fór í starfsviðtal, mikill hluti viðtalsins fór í það að ræða um og spyrja útí heilsufar barnanna hennar, við erum kannski að misskilja eitthvað, fyrirtækin eru kannski að ráða börnin í vinnu en ekki mæðurnar. Ég fékk einu sinni spurningu í viðtali, hvort þetta væri prentvilla á ferilskránni "áttu í alvörunni 3 börn en þú ert svo ung"....... ég fékk ekki það starf.

Ég ákvað að setjast niður og henda fram þessum spurningum og vangaveltum mínum eftir að ég heyrði af tveim fyrirækjum, sem líta helst ekki við umsóknum kvenna sem eiga börn. Er þetta í lagi, erum við komin aftur á fornöld? Er ég síðri en konan við hliðin á mér vegna þess að ég valdi að eignast börn? En ef ég er síðri, hvers vegna gat ég seinustu ár stundað fulla vinnu með fullu háskólanámi og á sama tíma eignast börnin mín? Verðum við, ég og börnin mín oftar veik en einstæðingur? Ætli ég geti ekki talið það á annarri hendi hve oft börnin mín ÖLL hafa veikst. Fyrir utan það, þá stend ég svo vel að hafa maka á bakvið mig sem á líka börnin, því væntanlega tekur hann helminginn af skellnum.

Ég er ekkert síðri þó ég eigi börn! Ef það er eitthvað þá er ég kannski betur undir það búin að vinna undir miklu álagi. Mæður hafa einstakt lag á skipulagi og geta unnið mikið verk í tímaþröng. Ef það er eitthvað þá bæta börnin samfélagið, þroska og kenna okkur foreldrunum.

Er þetta ekki umræðuefnin sem þarf að opna í samfélaginu og verðugt verkefni fyrir verkalýðsfélögin?

 


Trúarstríðið!

Múslimar hafa verið mikið í brennidepli síðustu vikur, sérstaklega í ljósi harmleiksins í Frakklandi. Ég styð tjáningarfrelsi allra og fordæmi slíkar gjörðir. Samt sem áður þá finnst mér öfgarnar aðeins hafa færst, hvað er það sem veldur því að einstaklingum finnst í lagi að ráðast á hina og þessa vegna þess að þeir hafa trú? En eru á sama tíma bundnir við það að trúin þeirra er umdeild.

Árið 2014 gaf PewResearchCenter út skýrslu um Global Religious Diversity (Fjölbreytni trúabragða heimsins). Í þeirri skýrslu kemur meðal annars fram að þrjú stærstu trúabrögð heimsins eru Kristintrú, vantrúaðir* og Múslimar. Mesta fjölbreyni trúabragða má finna í Asíu, minnstu fjöldbreytninga er að finna í Ameríku og Mið-Austurlöndunum. Þarna eru tvær andstæður en í Bandaríkjunum er um 80% þjóðarinnar kristintrúa á meðan um 90 % einstaklinga á Mið-Austurlöndum eru múslímar.

Ef við skoðum þetta út frá heild af þessum tveim stærstu trúarbrögðum þá eru um 31,5% af öllum heimnum Kristintrúa en um 23% Múslimar. Er það ekki slæmt þegar um 1,6 milljónir manna eru ásakaðir um að hugsa ekki rökrétt, þeir séu rót alls ills í heiminum? Er ofbeldi, ófriður, ofstæki og ofvald ekki eitthvað sem finnst á fleiri stöðum en aðeins í Múslímaríkjum? Eru fjölmiðlar og ráðamenn ekki að mata heiminn af ofsóknum í garð Múslima, erum vestulandabúar ekki sjálfir komnir í ofsóknir gegn einum trúabrögðum vegna hugsanlegrar tengingar þess trúarhóps við öfgasamtök? Er hægt að kenna 1,6 milljónir manna um eitthvað sem c.a. 1% trúafélaga þeirra gera?
Ætla íbúar vesturlanda að setja á fót nýja helför? Hreinsun á þjóðerni vegna trúar? Erum við ekki betur upplýstari en svo....

 

*Ég tel vantrú með vegna þess að mínu mati er það ákveðin valkostur af trú útaf fyrir sig.


Sora samskipti á Snapchat

Það hefur verið heit umræða uppá síðkastið um aðganga á Snapchat sem eru að sýna ólögleg atferli, grófar nektarmyndir og fleira ósiðlegt.

Að sögn fréttablaðsins þá er sent þarna inn m.a. efni, myndir og myndbönd af einstaklingum í kynferðislegumathöfnum. Talið er að meiri hluti þessa einstaklinga sem bæði eu myndefnið og notendurnir, hafa ekki náð 18 ára aldri. Snapchat er ekki 10 sekúndna fyndni sem hverfur svo. Það er auðveldlega hægt að vista efnið sem kemur þarna inn og "hirða" það sjálfur, hvað verður svo um það, hver veit...

Reynt hefur verið, án árangurs, að loka þessum gáttum. Við vitum það vel, sé athygli á svona einstaklinga þá haldi þeir áfram eins lengi og athyglin beinist að þeim. Eina vandamálið sem gæti skapast við þetta er að fólk fari að verða grófara til þess að gera þetta meira áhugaverðara og skapa aukið umtal.

Helsta lausnin að mínu mati til þess að skera á slíkan óhugnað er einfaldlega að auka vitundarvakningu ungsfólks um virðingu fyrir sjálfum sér og náunganum. Eina forvörnin sem virkar alltaf er á notandann sjálfan, útskýra fyrir þeim afleiðingarnar sem geta hlotist af svona myndbirtingum og þeirri öldu áhrifa sem það getur haft í för með sér. Oft eru krakkar ekki að hugsa til framtíðar og átta sig síður á því hvað þetta getur gert öðrum.

Einnig þurfa foreldrar að rísa upp og stöðva notkun á svona samskiptarmiðlum til einstaklinga sem ekki hafa náð 18 ára, hið minnsta. Ef það á að útrýma niðurlægingum, einelti og óhugnaði úr samskiptamiðlum þá þurfa allir að standa saman í baráttunni við það. Fyrst þarf þó að viðurkenna vandamálið....


Hver er réttur einstaklinganna

Það vakti furðu mína á fréttamiðlum í dag að enn skuli ríkja svo mikil forræðishyggja innan heilbrigðiskerfisins að fólk fái ekki ráðið um eigin líkama.

Mbl.is greindi frá því að ung stúlka valið að gangast ekki undir lyfjameðferð vegna eitlakrabbameins, var hún því svipt sjálfræði og nauðbeygð til þess að fara eftir fyrirmælum læknanna. Fréttin hér.

Alltaf verð ég jafn hissa yfir þeirri hugsun sem er ríkjandi í vestrænum samfélögum um rétt einstaklinga yfir þeirra líkama. Það er ekkert sem á að segja þér hvaða meðferð þú velur þegar veikindi ber að garði, þarna eiga aðeins að vera til staðar ráðgjafar sem geta boðið þér hugsanlega bestu meðferð sem völ er á, í ljósi þeirra upplýsinga sem þú færð, getur þú þegið meðferðina eða hafnað henni.

Oft velja einstaklingar aðra leið en heilbrigðisyfirvöld vilja, hversvegna er það slæmt ef hann telur það betra fyrir sig. Hversu langt á að fara í forræðishyggju þegar fólk fær ekki val um sitt eigið líf vegna hræðslu um dauðan? Dauðinn þarf ekki að vera Tabú fyrir þá sem eru tilbúnir að horfast í augu við hann. Einnig er vert að bena á að það er ekki þar með sagt að eina lausnin sé að hverfa yfir í næsta heim, velji einstaklingurinn ekki þá lausn sem heilbrigðisgeirinn býður uppá. Hvað vitum við um þá valkosti sem þessi unga stúlka í fréttinni hefur, kannski vill hún leita náttúrulegri leiða einsog hugleiðslu eða annarskonar meðul sem ekki eru flokkuð undir almenn lyf.

Eitt sinn þegar ég tók upp þetta samtal þá var mér bent á þessa ágætu grein http://orjas.no/2014/11/hvordan-dor-leger/ , hún segir manni margt. T.d. oft velja læknar sjálfir að lengja ekki líf sitt, velja vægari meðferðir en þeir sjálfir mæli með við sjúklinga sína. Kannski eru læknar peð í leik stjórnvalda í stríðinu við dauðan og aðalleikarar æi rómantískum kraftaverka sögum. Hugsanlega eru þeir fastir á línu milli þess að fara eftir settum ferlum stjórnenda og svo að passa hag sjúklinga. Stjórnast þetta ekki allt af valdi? Það að hafa valdið yfir dauðanum eða geta stjórnað lífinu er það hið fullkomna stjórntæki?

Eða hvað haldi þið?


Gleraugu barna ekki hjálpartæki

mynd_1252541.jpgVissir þú að barnið mitt getur ekki stundað daglegt líf nema með gleraugun sín!

Vissir þú að mikilvægasta hjálpartæki barnsins míns er ekki flokkað sem hjálpartæki!

Vissir þú að gleraugu barna eru ekki niðurgreidd!

Vissir þú að foreldrar barna með gleraugu fá 1-2var á ári endurgreitt um 7-9000 kr. vegna kaupa á gleraugum!

Vissir þú að meðal kostnaður gleraugnakaupa barna er 45.000

Vissir þú að börn þurfa fyrstu ár ævisinnar að skipta um gleraugu 1-2 var á ári og gler jafnvel oftar!

Vissir þú þetta?

Ég sem foreldri barns sem þarf að nota gleraugu langar að koma af stað umræðu í samfélaginu um óréttlæti sem börnin okkar verða fyrir að hálfu ríkisins. Eru gleraugu barna eitthvað síðri hjálpartæki en heyrnatæki eða hjólastóll? Hvernig á barnið sem er aðeins með 20 % sjón að fara í gegnum daginn ef foreldrar þess hafa ekki efni á því að kaupa handa því nýtt gler í gleraugun ef það skyldi brotna? Eða kaupa handa barninu viðeigandi gleraugu.

Það er mikilvæg fyrir sjónþroska barnsins að glerin í gleraugunum séu ekki sködduð á neinn hátt. Ef að barn með gleraugu verður gleraugnalaust eða mikla skemmd á glerinu þá getur það valdið því að barnið verður óöruggt, því líður illa og getur oft ekki tekið þátt í daglegum leik og starfi. Sumir foreldrar þurfa kaupa ný gler í gleraugu barna sinna nokkrum sinnum á ári en fá aðeins endurgreiðslu 1-2 svar sinnu yfir árið. Glerin sjálf kosta á bilinu 20.000 til 30.000 kr.

Viltu vita hvers vegna þetta er svona? Ég líka. En samkvæmt þingskjali sem ég fann inná Alþingi (http://www.althingi.is/altext/131/s/0565.html) þá hafði Jóhanna Sigurðardóttir sendir fyrirspurn til fyrrum heilbrigðis og tryggingamálaráðherra um réttindi barna með gleraugu. Ein af fyrirspurnunum var:

  1.      Hver eru rökin fyrir því að réttur barna og ungmenna sem eiga við sjónvandamál að stríða er minni en annarra sem þurfa á sjúkrahjálp að halda?
       Svarið við því var: Núverandi fyrirkomulag helgast af gamalli hefð en engin sérstök rök eru fyrir því að börn með sjónvandamál séu minna styrkt en t.d. börn með heyrnarvandamál.

Það er ekkert annað en vinnubrögð sem hafa alltaf verið „af því bara“ sem valda því að gleraugu eru ekki skilgreind sem hjálpartæki og niðurgreidd eftir því.


Ríkistjórnin í brynklæðum!

Ætlunin var í fyrstu að fjalla um kirkjupeninginn í þessari færslu en þegar ég vaknaði í morgun þá las ég þær fallegu fréttir að búið væri að semja við lækna.

Það sem vekur mig helst til þess að ræða það hér eru þessi hróp og köll fylgjenda ríkistjórnarinnar um ágæti hennar og lausn á þessari kjaradeilu sem ákveðin sigurhólm og styrkleika ríkisstjórnarinnar. Þarna hafi þeir í sjáfram (lesist að vild) staðið upp í brynklæðum sínum, reist út brjóstkassan og lyft hönd með vopni af mikilli herkænsku! Ef þeir hafa sýnt af sér mikinn styrk og fórnfýsni gagnvart almenningnum í landinu þá hefur eitthvað mikið breyst í þeirra stefnumálum, held það hafi meira legið á að semja um þessr kjaradeilur áðuren þeir sjálfir fengju rasskellinn.

Þessi ríkistjórn gerir ekki neitt fyrir neinn annan en sjálfan sig !

Fögnum því að búið er að semja við lækna, ég ætla ekki að klappa fyrir Forsætisráðherra vor og vinkonu hans fjármálaráðherra fyrir þessa niðurstöðu! Þetta var ekki þeim að þakka!

Svo má líkja rifja upp þetta blogg Eyglóar Harðar um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins síðan 2007 http://eyglohardar.blog.is/blog/eygloh/entry/211203/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband